Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Bjarnason

(um 1646–1711)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni Magnússon að Eyjadalsá og f.k. hans Ingibjörg Bjarnadóttir, Kolbeinssonar.

Lærði í Hólaskóla, er þar 1668–9 og þókti mjög tornæmur, mun hafa orðið stúdent um 1671–2, vígðist 20. apr. 1673 aðstoðarprestur föður síns, þjónaði Eyjadalsá eftir lát hans (1680). fekk veiting 3. júlí 1684 frá Heidemann landfógeta og hélt til æviloka, drukknaði í Skjálfandafljóti um Jónsmessubil.

Kona: Matthildur (f. um 1650) Jónsdóttir (systir Helgu konu síra Jóns Hjaltasonar í Saurbæ).

Börn þeirra: Ingibjörg átti Þorvald Einarsson prests á Skinnastöðum, Nikulássonar, Jón, Þórunn, Einar, Gunnvör, Ingiríður, Guðrún, Bjarni, Ólöf, Magnús (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.