Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Bjarnarson

(2. apríl 1861–10. sept. 1949)

. Prestur.

Foreldrar: Björn (d. 30. júní 1894, 81 árs) Oddsson á Leysingjastöðum í Þingi og síðar á Hofi í Vatnsdal og seinni kona hans Rannveig Ingibjörg (d. 14. maí 1916, 84 ára) Sigurðardóttir á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Sigurðssonar. Stúdent í Rv. 1885 með 1. einkunn (86 st.).

Lauk prófi í prestaskóla 24. ág. 1887 með 1. einkunn (43 st.).

Barnakennari í Keflavík veturinn 1887–88. Veittur Hjaltastaður 5. maí 1888; vígður 21. s.m.; veitt Kirkjubæjarkaustursprestakall á Síðu 25. júní 1896. Skipaður prófastur í Vestur-Skaftafellsprófastsdæmi 28. jan. 1908. Þjónaði einnig Sandfelli 1903–05 og Þykkvabæjarklaustri 1921–22. Póstafgr.m. á Prestsbakka 1904–29. Sýslunefndarmaður í N.-Múlas. 1893 –96 og í V.-Skaft. 1898– 1931.

Í yfirskattanefnd í Skaftafellssýslu í T ár. Veitt lausn frá embætti 26. mars 1931. Dvaldi um skeið hjá syni sínum á Borg á Mýrum, en síðan í Rv. til æviloka. Heimilisprestur á Elliheimilinu á Grund í Rv. veturna 1931–32 og 1932–33. R. af prússn. krónuorðunni (1908); R. af fálk, 1933. Ritstörf: Greinar í Bjarma, 4. árg.; Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar (Rv. 1930, bls. 176).

Kona (12.sept.1895): Ingibjörg (d. 12. maí 1920, 49 ára) Brynjólfsdóttir prests í Vestmannaeyjum, Jónssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Björn prófessor í guðfræði, Ragnheiður átti Hermann Hákonarson bifreiðarstjóra í Rv. (BjM. Guðfr.)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.