Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Bergmann

(18. og 19. öld)

Lögsagnari o. fl.

Foreldrar: Ólafur Guðmundsson að Vindhæli og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir í Höfnum, Björnssonar. Verzlunarstjóri í Vestmannaeyjum og lögsagnari þar 1818–21. Fluttist 1823 að Skildinganesi og bjó þar um tíma. Fór síðan að Þingeyrum til Björns Ólsens, bróður síns.

Varð verzlunarmaður í Hólanesi 1835.

Kona: Þórunn Teitsdóttir vefara, Sveinssonar.

Börn þeirra: Teitur gullsmiður á Akranesi, Guðríður átti síra Geir Bachmann í Miklaholti, Guðrún átti Einar Gunnlaugsson í Vogatungu, Jón í Rv., Margrét, Björn hrapaði til bana í Vestmannaeyjum (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.