Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Bergmann

(12. júní 1846–25. ágúst 1925)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón Bergmann Magnússon (Ólafssonar) að Hópi í Grindavík og kona hans Neríður Hafliðadóttir að Hópi, Sigurðssonar. Bjó lengstum í Fúlavík (Fuglavík) á Miðnesi eða frá 1887. Var hreppstjóri og fyrirmaður í sveit sinni, búmaður góður, vel að sér og gerðist efnamaður. R. af fálk.

Kona (1874): Jóhanna (f. 2. febr. 1847, d. 4. okt. 1906) Sigurðardóttir bókbindara í Tjarnarkoti á Miðnesi, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Sigurður í Fúlavík, Stefán í Keflavík, Eyvindur sst., Jóhanna í Rv., Margrét (Óðinn IM og XXII; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.