Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Benediktsson
(um 1649–1713)
Prestur.
Foreldrar: Benedikt á Finnsstöðum Magnússon prests og skálds að Laufási, Ólafssonar, og kona hans Steinunn Pálsdóttir, Jónssonar, Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1672, því að 5. ág. s.á. fekk hann predikunarleyfi frá byskupi, vígðist 25. maí 1675 að Nesi og hélt til æviloka (veitingarbréf frá Heidemann landfógeta 18. sept. 1683). Hann var mikill framkvæmdamaður, hélt vel við og endurbætti stað og kirkju, læknir góður.
Kona (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 23. júní 1676): Bergljót (66 ára 1703) Hallsdóttir harða að Möðrufelli, Bjarnasonar.
Börn þeirra dóu ung; fengu þau hjón konungsleyfi 19. apr. 1710 til að arfleiða hvort annað (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Benedikt á Finnsstöðum Magnússon prests og skálds að Laufási, Ólafssonar, og kona hans Steinunn Pálsdóttir, Jónssonar, Lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent 1672, því að 5. ág. s.á. fekk hann predikunarleyfi frá byskupi, vígðist 25. maí 1675 að Nesi og hélt til æviloka (veitingarbréf frá Heidemann landfógeta 18. sept. 1683). Hann var mikill framkvæmdamaður, hélt vel við og endurbætti stað og kirkju, læknir góður.
Kona (konungsleyfi vegna þremenningsfrændsemi 23. júní 1676): Bergljót (66 ára 1703) Hallsdóttir harða að Möðrufelli, Bjarnasonar.
Börn þeirra dóu ung; fengu þau hjón konungsleyfi 19. apr. 1710 til að arfleiða hvort annað (HÞ.; SGrBf.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.