Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Beinteinsson, ríki

(21. ág. 1769–4. júní 1840)

Bóndi í Þorlákshöfn og hreppstjóri í 44 ár,

Foreldrar: Beinteinn lögréttumaður Ingimundarson á Breiðabólstað í Ölfusi og kona hans Vilborg Halldórsdóttir byskups að Hólum, Brynjólfssonar.

Kona (2. júlí 1804): Hólmfríður (d. 5. ágúst 1847) Árnadóttir prests að Holti undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Árni dbrm. að Ámóti, Magnús að Hrauni í Ölfusi, Sigurður dbrm. á Skúmsstöðum, Gísli adjunkt í Rv., Jórunn átti Odd Björnsson að Þúfu í Ölfusi, Guðrún fyrsta kona síra Arngríms Halldórssonar að Bægisá, Halldór í Þorlákshöfn (Guðni Jónsson: Bergsætt; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.