Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Arason
(um 1667– í sept. 1738)
Prestur.
Foreldrar: Síra Ari Guðmundsson að Mælifelli og kona hans Ingunn Magnúsdóttir prests að Mælifelli, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, talinn hafa orðið stúdent 1693, vígðist aðstoðarprestur föður síns 6. júní 1695, en missti prestskap 1699 vegna barneignar, Hann fekk uppreisn 16. maí 1702 og varð þá þegar aftur aðstoðarprestur föður síns, var eftir lát hans aðstoðarprestur eftirmanns hans, en hjálpaði jafnframt Goðdalapresti í prestverkum 1707–11, er talinn fyrst hafa búið á Starrastöðum, en í Gilhaga bjó hann 1703 og 1713 að Mælifelli, fekk Mælifell 1714 og hélt til æviloka. Var maður karlmannlegur ásýndum, en kom lítt við mál manna. Hann hefir samið síðara hluta Mælifellsannáls (1703–38) og líkræðu yfir móðurbróður sinn, síra Skúla Magnússon í Goðdölum (sjá Lbs.).
Kona 1 (1703): Margrét (d. 1707) Jónsdóttir lögréttumanns í Hraukbæ, Einarssonar. Af börnum þeirra komst upp: Síra Jón að Mælifelli.
Kona 2 (1717): Kristín Skaftadóttir lögréttumanns á Þorleiksstöðum, Jósepssonar. Dætur þeirra: Margrét átti síra Jón Eiríksson í Grundarþingum, Ingunn átti Gunnlaug lögréttumann Ólafsson í Héraðsdal. Laundóttir síra Magnúsar (með Ingunni Ólafsdóttur að Reykjahóli): Þórunn átti Jón Bjarnason í Syðra Vallholti (Ann. bmf. 1; Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Ari Guðmundsson að Mælifelli og kona hans Ingunn Magnúsdóttir prests að Mælifelli, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, talinn hafa orðið stúdent 1693, vígðist aðstoðarprestur föður síns 6. júní 1695, en missti prestskap 1699 vegna barneignar, Hann fekk uppreisn 16. maí 1702 og varð þá þegar aftur aðstoðarprestur föður síns, var eftir lát hans aðstoðarprestur eftirmanns hans, en hjálpaði jafnframt Goðdalapresti í prestverkum 1707–11, er talinn fyrst hafa búið á Starrastöðum, en í Gilhaga bjó hann 1703 og 1713 að Mælifelli, fekk Mælifell 1714 og hélt til æviloka. Var maður karlmannlegur ásýndum, en kom lítt við mál manna. Hann hefir samið síðara hluta Mælifellsannáls (1703–38) og líkræðu yfir móðurbróður sinn, síra Skúla Magnússon í Goðdölum (sjá Lbs.).
Kona 1 (1703): Margrét (d. 1707) Jónsdóttir lögréttumanns í Hraukbæ, Einarssonar. Af börnum þeirra komst upp: Síra Jón að Mælifelli.
Kona 2 (1717): Kristín Skaftadóttir lögréttumanns á Þorleiksstöðum, Jósepssonar. Dætur þeirra: Margrét átti síra Jón Eiríksson í Grundarþingum, Ingunn átti Gunnlaug lögréttumann Ólafsson í Héraðsdal. Laundóttir síra Magnúsar (með Ingunni Ólafsdóttur að Reykjahóli): Þórunn átti Jón Bjarnason í Syðra Vallholti (Ann. bmf. 1; Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.