Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús Arason
(um 1599–14. nóv. 1655)
Sýslumaður.
Foreldrar: Ari sýslumaður Magnússon í Ögri og kona hans Kristín Guðbrandsdóttir byskups Þorlákssonar. Var ungur að námi erlendis (líkl, í Hamborg, sem þeir frændur fleiri) og er utanlands 1616, en í Kh.-háskóla hefir hann ekki verið, enda óvíst, að hann hafi verið stúdent.
Var umboðsmaður föður síns í Ísafjarðar- og Strandasýslum 1629–30, en hélt aldrei Strandasýslu, hvorki alla né hálfa, fekk Barðastrandarsýslu 1633 og hélt til æviloka, bjó að Reykhólum.
Kona (10. sept. 1620, hjúskaparleyfi vegna þremenningsfrændsemi 29. mars 1620). Þórunn ríka (f. 1594, d. 17. okt. 1673) Jónsdóttir sýslumanns að Galtalæk, Vigfússonar, ekkja Sigurðar yngra í Hróarsholti Oddssonar byskups, Einarssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Jón sýslumaður að Reykhólum, Sigurður sýslumaður á Skútustöðum, Guðbrandur að Stóru Laugum í Reykjadal, Ragnheiður átti Björn sýslumann Pálsson að Espihóli, Helga átti Jón sýslumann Vigfússon í Lögmannshlíð (BB. Sýsl.; HÞ.).
Sýslumaður.
Foreldrar: Ari sýslumaður Magnússon í Ögri og kona hans Kristín Guðbrandsdóttir byskups Þorlákssonar. Var ungur að námi erlendis (líkl, í Hamborg, sem þeir frændur fleiri) og er utanlands 1616, en í Kh.-háskóla hefir hann ekki verið, enda óvíst, að hann hafi verið stúdent.
Var umboðsmaður föður síns í Ísafjarðar- og Strandasýslum 1629–30, en hélt aldrei Strandasýslu, hvorki alla né hálfa, fekk Barðastrandarsýslu 1633 og hélt til æviloka, bjó að Reykhólum.
Kona (10. sept. 1620, hjúskaparleyfi vegna þremenningsfrændsemi 29. mars 1620). Þórunn ríka (f. 1594, d. 17. okt. 1673) Jónsdóttir sýslumanns að Galtalæk, Vigfússonar, ekkja Sigurðar yngra í Hróarsholti Oddssonar byskups, Einarssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Jón sýslumaður að Reykhólum, Sigurður sýslumaður á Skútustöðum, Guðbrandur að Stóru Laugum í Reykjadal, Ragnheiður átti Björn sýslumann Pálsson að Espihóli, Helga átti Jón sýslumann Vigfússon í Lögmannshlíð (BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.