Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Andrésson

(30. júní 1845–31. júlí 1922)

Prestur.

Foreldrar: Andrés hreppstjóri Magnússon í Syðra Langholti og kona hans Katrín Eyjólfsdóttir á Ketilvöllum og Snorrastöðum, Þorleifssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1867, varð að hætta námi vegna veikinda í 2 ár, stúdent 1875, með Í. einkunn (93 st.), próf úr prestaskóla 1877, með 1. einkunn (49 st.). Varð síðan byskupsskrifari og stundaði jafnframt kennslu.

Fekk Gilsbakka 17. júní 1881, vígðist 26. s. m., lét þar af prestskap 17. maí 1918, en bjó á Gilsbakka, sem hann hafði keypt, til æviloka, andaðist í Rv., er hann var þar til lækninga, en var jarðsettur á Gilsbakka. Prófastur í Mýrasýslu 1883–92, 1911–16. Var þm. Árn. 1881–5, Mýram. 1901–"7 og 1911–13. R. af dbr. 7. apr. 1905.

Ritstörf: Ræða á gamlárskvöld, Rv. 1878; Skrá yfir bókasafn alþingis, Rv. 1881. Greinar í Árbók fornleifafél. 1929, Kirkjutíð., Prestafél.riti. Var heppinn læknir.

Kona (9. sept. 1881): Sigríður (f. 15. júní 1860, d. 24. ág. 1917) Pétursdóttir í Höfn í Melasveit, Sívertsens.

Börn þeirra: Andrés d. ókv. og bl. 1916, Sigríður kennari í Rv., Pétur landsbankastjóri, Katrín óg. og bl., Steinunn Sigríður átti síra Ásmund prófessor Guðmundsson, Guðrún átti Sigurð Snorrason á Gilsbakka, Ragnheiður átti Guðmund Jónsson á Hvítárbakka, Sigrún hjúkrunarkona í Rv. (Sunnanfari VIII; Óðinn 1906 og 1929; Andvari, 50. árg.; Bjarmi, 16. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.