Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús Andrésson

(10. nóv. 1790–30. júní 1869)

Bóndi.

Foreldrar: Andrés Narfason í Efra Seli í Hrunamannahreppi og kona hans Margrét Ólafsdóttir í Efra Seli., Magnússonar, Bjó að Berghyl 1818–32, Syðra Langholti 1832–56, dó að Kóksvatni. Talinn í fremri bænda röð. Var skáldmæltur (sjá Lbs.). Grein er eftir hann í Reykjavíkurpósti. Þm. Ár. 1853–63.

Kona (30. sept. 1817): Katrín (d. 19. maí 1866) Eiríksdóttir dbrm. að Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar.

Börn þeirra: Helgi í Birtingaholti, Sigurður að Kóksvatni, Andrés í Syðra Langholti, Magnús, Eiríkur o.fl. (Alþingismannatal; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.