Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Þórður) Magnússon

(18. maí 1864–4. okt. 1935)

Prestur.

Foreldrar: Magnús kaupm. Jochumsson á Ísafirði og f.k. hans Sigríður Björnsdóttir í Hofdölum, Hafliðasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1879, stúdent 1885, með 1. einkunn (91 st.), tók próf í hebresku í háskólanum í Kh. 1886, með 1. einkunn, í heimspeki s. á., með ágætiseinkunn, í kirkjufeðralatínu 1888, í guðfræði 27. júní 1891, bæði með 2. einkunn betri, í trúkennslufræði og predikunarfræði 1892, bæði með 1. einkunn. Varð prestur í Bregninge 1895, síðar í Haarslev á Fjóni, lét þar af prestskap 1934.

Þýð.: Guðrún Lárusdóttir: Mod Hjemmet, Kh. 1916.

Kona: Sigfrede Emeline Theodora Kragh, liðsforingjadóttir. Þau áttu 4 börn, sem öll komust upp (Skýrslur; HÞ, Guðfr.; Kirkjurit 1936; Bjarmi, 29. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.