Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús (Þorlákur, skrifaði sig Th. S.) Blöndahl
(10. sept. 1861–3. mars 1932)
Útgerðarmaður.
Foreldrar: Síra Sigfús Jónsson að Undornfelli og kona hans Sigríður Björnsdóttir sýslumanns Blöndals. Nam trésmíðar á Akureyri og stundaði jafnframt verzlunarstörf, kennslu o.fl., fullkomnaðist í trésmíðanámi í Kh. 1880–2.
Vann að trésmíðum, kaupskap og útgerð í Hafnarfirði 1884–1900. Fluttist þá til Rv. Var framkvæmdastjóri „Völundar“ 1903–11. Rak síðan botnvörpungaútgerð (framkvstj. félagsins Sleipnis), verksmiðjuiðnað og kaupskap í Rv. Var 2. þm. Reykv. 1909–11. Kosinn í fjármálanefnd 1911.
Kona (21. nóv. 1884): Guðrún Gísladóttir á Lambastöðum í Flóa, Þormóðssonar.
Börn þeirra: Sigfús frkvstjóri í Rv., Sigríður átti Andrés augnlækni Fjeldsted í Rv., Sighvatur lögfr. í Rv., Kristjana átti Kjartan augnlækni Ólafsson í Rv. (Óðinn Il og XXI; Alþingismannatal; Alþtíð. 1932; Ægir, 25. árg.).
Útgerðarmaður.
Foreldrar: Síra Sigfús Jónsson að Undornfelli og kona hans Sigríður Björnsdóttir sýslumanns Blöndals. Nam trésmíðar á Akureyri og stundaði jafnframt verzlunarstörf, kennslu o.fl., fullkomnaðist í trésmíðanámi í Kh. 1880–2.
Vann að trésmíðum, kaupskap og útgerð í Hafnarfirði 1884–1900. Fluttist þá til Rv. Var framkvæmdastjóri „Völundar“ 1903–11. Rak síðan botnvörpungaútgerð (framkvstj. félagsins Sleipnis), verksmiðjuiðnað og kaupskap í Rv. Var 2. þm. Reykv. 1909–11. Kosinn í fjármálanefnd 1911.
Kona (21. nóv. 1884): Guðrún Gísladóttir á Lambastöðum í Flóa, Þormóðssonar.
Börn þeirra: Sigfús frkvstjóri í Rv., Sigríður átti Andrés augnlækni Fjeldsted í Rv., Sighvatur lögfr. í Rv., Kristjana átti Kjartan augnlækni Ólafsson í Rv. (Óðinn Il og XXI; Alþingismannatal; Alþtíð. 1932; Ægir, 25. árg.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.