Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Þorlákur M.) Þorláksson

(19. nóv. 1875–12. apr. 1942)

. Bóndi. Foreldrar: Þorlákur (d. 22. nóv. 1908, 59 ára) Þorláksson í Vesturhópshólum og kona hans Margrét (d. 15. sept. 1927, 91 árs) Jónsdóttir prests á Undirfelli, Jónssonar.

Gagnfræðingur í Flensborg 1893; dvaldist á búgarði í Noregi 1901–02. Bóndi í Vesturhópshólum og Þorfinnsstöðum á Vatnsnesi 1904–09; bóndi á Blikastöðum í Mosfellssveit frá 1909 til æviloka; gerði þá jörð að stórbýli með jarðrækt og húsabótum. Var í stjórn búnaðarfélags Íslands frá 1925 til æviloka; formaður þess 1935 –39; búnaðarþingsfulltrúi lengst af frá 1924; lengi í hreppsnefnd og oddviti um skeið; í stjórn Mjólkurfélags Suðurlands frá byrjun til 1940. 444 R. af fálk, 1942. Kona 1 (1904): Marsibil Sigurrós (d. 1907, 36 ára) Jónsdóttir í Hrísakoti á Vatnsnesi, Jónssonar. Dætur þeirra: Sigurbjörg átti Þorkel Hansen í Reykjavík, Helga Jónína átti Sigstein Pálsson á Blikastöðum. Kona 2 (1910): Kristín Ingunn (f. 15. apríl 1875) Jósafatsdóttir alþm. á Holtastöðum, Jónatanssonar; þau bl. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.