Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús (Ólafur) J. Skaftason
(4. febr. 1850–8. mars 1932)
Prestur.
Foreldrar: Jósep læknir Skaftason að Hnausum og kona hans Anna Margrét Björnsdóttir umboðsmanns á Þingeyrum, Ólsens. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1865, stúdent 1870, með 2. einkunn (69 st.), próf úr prestaskóla 1874, með 2. einkunn lakari (27 st.). Fekk Lundarbrekku 28. sept. 1874, vígðist 9. maí 1875, Kvíabekk 3. ág. 1878, Hvamm í Laxárdal 27. ág. 1883, flosnaði þar upp og fór til Vesturheims 1887.
Varð þar únítaraprestur og ritstjóri. Ritstörf: Ræða í útfm. Jóseps Skaftasonar, Rv. 1878; Ræða flutt að Gimli, Gimli, Man. 1892; Lítið eitt um bókstaflegan innblástur ritningarinnar, Gimli 1893; þýð.: M. J. Savage: Trúin á guð, Gimli 1894; Th. Paine: Rannsóknaröldin, Wp. 1899; ritstjóri: Dagsbrún 1893–6, Lýsing 1898–9, Baldur 1905, Fróði 1912–14, Heimskringla 1914–17. Greinar í Heimi.
Kona (1876): Valgerður (f., 8. apr. 1855, d. 12. apr. 1905) Sigurgeirsdóttir á Galtastöðum, Jónssonar; þau áttu nokkur börn (BjM. Guðfr.; SGrBi:s0;:115).
Prestur.
Foreldrar: Jósep læknir Skaftason að Hnausum og kona hans Anna Margrét Björnsdóttir umboðsmanns á Þingeyrum, Ólsens. Tekinn í 2. bekk Reykjavíkurskóla 1865, stúdent 1870, með 2. einkunn (69 st.), próf úr prestaskóla 1874, með 2. einkunn lakari (27 st.). Fekk Lundarbrekku 28. sept. 1874, vígðist 9. maí 1875, Kvíabekk 3. ág. 1878, Hvamm í Laxárdal 27. ág. 1883, flosnaði þar upp og fór til Vesturheims 1887.
Varð þar únítaraprestur og ritstjóri. Ritstörf: Ræða í útfm. Jóseps Skaftasonar, Rv. 1878; Ræða flutt að Gimli, Gimli, Man. 1892; Lítið eitt um bókstaflegan innblástur ritningarinnar, Gimli 1893; þýð.: M. J. Savage: Trúin á guð, Gimli 1894; Th. Paine: Rannsóknaröldin, Wp. 1899; ritstjóri: Dagsbrún 1893–6, Lýsing 1898–9, Baldur 1905, Fróði 1912–14, Heimskringla 1914–17. Greinar í Heimi.
Kona (1876): Valgerður (f., 8. apr. 1855, d. 12. apr. 1905) Sigurgeirsdóttir á Galtastöðum, Jónssonar; þau áttu nokkur börn (BjM. Guðfr.; SGrBi:s0;:115).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.