Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Valmar Halldór) Söndahl

(16. sept. 1865 – 30. apr. 1921)

. Verkfræðingur, rithöfundur. Foreldrar: Árni Sigfússon í Sunnudal í Vopnafirði og kona hans Guðrún Magnúsdóttir spítalahaldara í Möðrufelli, Grímssonar. Fluttist með foreldrum sínum til Brasilíu 1873. Lauk þar háskólanámi í verkfræði. Var um skeið yfirumsjónarmaður landbúnaðarmála í Bahia-fylki. Var lærður vel og mikill tungumálamaður; talinn kunna 14 tungumál. Bjó til nýtt alheimsmál. Ritaði bækur um margvísleg efni, m.a. skýringar á alheimsmáli sínu; þýddi einnig kafla úr íslenzkum fornkvæðum; rit þessi, er voru á portúgölsku, komu út í Rio de Janeiro og Bahia 1908– 14.

Dó í Paraguay. Tvíkvæntur; fyrri konan franskrar ættar; þau áttu 4 börn. Með seinni konu átti hann 5 börn (Þ.Þ.Þ.: Ævintýrið frá Íslandi til Brasilíu, Rv. 1937–38; 1.1.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.