Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Stefán) Stefánsson

(12. sept. 1870–29. sept. 1940)

Bóndi, kaupmaður.

Foreldrar: Stefán Magnússon síðast í Flögu í Vatnsdal og kona hans Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir.

Búfræðingur úr Hólaskóla. Bjó í Flögu og bætti þá jörð prýðilega og hýsti, enda fekk verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda.

Jafnframt kaupm. á Blönduósi. Græddi vel fé. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og athafnamaður mikill. R. af fálk.

Kona (1902): Helga (f. 1880) Helgadóttir í Gautsdal, Helgasonar; þau bl. (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.