Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Runólfur Magnús) Olsen

(30. okt. 1810–13. maí 1860)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Björn umboðsmaður Ólsen á Þingeyrum og kona Guðrún Runólfsdóttir í Sandgerði, Runólfssonar. Var eftir góðan viðbúnað tekinn í Bessastaðaskóla 1827, stúdent 1833, með góðum Meðalvitnisburði. Var um tíma skrifari hjá Bjarna amtmanni Thorarensen. Bjó að Efra Núpi í Miðfirði 1838–-41, á Þingeyrum 1841–60. Umboðsmaður Þingeyraklausturs 1841–54.

Þm. Húnv. 1845, 1849, 1853, 1857. Settur sýslumaður í Húnavatnsþingi nál. 1 ár, 1846–7.

Búsýslumaður góður og vel metinn.

Kona (26. júní 1838): Ingunn (d. 4. apr. 1897) Jónsdóttir sýslumanns á Melum. Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Ingunn átti Jón Ásgeirsson á Þingeyrum, Elín átti Eggert umboðsmann Gunnarsson, Björn prófessor, Margrét átti Ólaf lækni Guðmundsson að Stórólfshvoli. Ingunn ekkja Magnúsar R. Ólsens átti síðar Pétur Kristófersson að Stóru Borg; þau skildu (Bessastsk.; Útfm., Rv. 1861; BB. Sýsl.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.