Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Júlíus) Kristjánsson

(18. apr. 1862–8. dec. 1928)

Ráðherra.

Foreldrar: Kristján sjómaður Magnússon á Ak. og kona hans Kristín Bjarnadóttir í Fellsseli í Kinn, Jónssonar.

Tók próf í löggvaraiðn í Kh. 1882. Vann síðan að verzlunarstörfum á Ak., setti þar á fót sjálfur verzlun og sjávarútgerð 1893, varð 1917 einn þriggja forstjóra landsverzlunar, síðast einn um það starf. Var í bæjarstjórn á Ak. um 20 ár. Þm. Ak. 1905–8, 1913–23, landskj. þm. 1926, fjármálaráðherra 1927–8. Mikilhæfur maður, vel gefinn, einbeittur.

Kona: Dómhildur Jóhannsdóttir.

Börn þeirra: Friðrik málflm. á Ak., Kristín átti Árna kaupm. Bergsson í Ólafsfirði, Jóhanna (Óðinn XXIV; Ægir, 21. árg.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.