Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Jóhann M.) Bjarnason

(24. maí 1866–8. septemb. 1945)

. Skáld. Foreldrar: Bjarni (d. 1899) Andrésson í Meðalnesi í Fellum í Norður-Múlasýslu, síðar í Vesturheimi, og kona hans Kristbjörg (d. 1893) Magnúsdóttir á Birnufelli, Árnasonar. Fór með foreldrum sínum til Vesturheims 1875; dvaldist í fyrstu með þeim í Nýja Skotlandi og menntaðist þar. Fór til Winnipeg 1882 og lauk kennaraprófi þar. Varð kennari við alþýðuskóla í Árnesi í Nýja Íslandi 1889. Landnámsmaður í Geysis-byggð í Manitoba 1894 og kenndi síðar við enska barnaskóla í fleiri byggðum Íslendinga. Bjó lengi í Elfros-bæ í Vatnabyggðunum íslenzku í Saskatchewan-fylki og dó þar. Heiðursfélagi í kennarafélagi Manitoba 1925. Var eitt mikilvirkasta sögu- og ævintýraskáld meðal Íslendinga í Vesturheimi. Alþingi veitti honum viðurkennigu fyrir ritstörf.

R. af fálk, Ritstörf (helztu): Sögur og kvæði, Wp. 1892; Ljóðmæli, Ísaf. 1898; Eiríkur Hansson I– III, Kh. og Ak. 1899 – 1903; Brasilíufararnir 11, Wp. og Rv. 1905 og 1908; Vornætur á Elgsheiðum, Rv. 1910; Haustkvöld við hafið, Rv. 1928; Karl litli, Rv. 1935; Ritsafn I – IV, Rv.1946–50; Frú Teresa Fenn (í Skírni 1917); Kínverjinn (í Skírni 1920); margar smásögur og ævintýri í Tímariti Þjóðræknisfél. Kona (1887): Guðrún (d. 10. ág. 1945, 78 ára) Hjörleifsdóttir frá Dyrhólum í Mýrdal, Björnssonar; þau bl. (Tímarit þjóðræknisfél. XXVII; ritgerð eftir Richard Beck prófessor framan við Ritsafn I; Óðinn XVI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.