Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Hjaltason) Magnússon

(6. ág. 1873–30. dec. 1916)

Skáld.

Foreldrar: Hjalti barnakennari Magnússon (prests á Rafnseyri, Þórðarsonar) og kona hans Friðrika Kristjánsdóttir að Borg í Arnarfirði, Guðmundssonar. Ólst snemma upp hjá vandalausum mönnum og sætti ekki góðri aðbúð, enda bilaðist snemma að heilsu. Stundaði allmörg ár barnakennslu vestra. Var mjög bókhneigður og fróðleiksfús. Pr. rit eftir hann: Munaðarleysinginn, Ísaf. 1896; Angantýr og Hjálmar, Ísaf. 1908; Rímur af Fjalla-Eyvindi, Ísaf. 1914. Eftir hann eru í handriti dagbækur miklar (með ævisögu), fræðatíningur ýmiss konar, ljóðasafn sjálfs hans í mörgum bindum, allt í Lbs.

Börn hans, sem lifðu (með Guðrúnu Magnúsdóttur, og bjó hann með henni): Einar Skarphéðinn trésmiður, Þorkatla (Óðinn XXV).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.