Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Hans M.) Torfason

(12. maí 1868 – 14. ág. 1948)

.

Sýslumaður, alþm. Foreldrar: Torfi (d. 29. apr. 1917, 81 árs) Magnússon verzim., síðar bæjarfógetafulltrúi á Ísafirði, og kona hans Jóhanna Sigríður Margrét (d. 4. apr. 1910, 70 ára) Jóhannsdóttir veræzlunarstjóra í Vestmannaeyjum, Bjarnasonar. Stúdent í Reykjavík 1889 með 1. eink. (95 st.).

Lauk prófi í lögfræði við háskólann í Kh. 13. febr. 1894 með 1. einkunn (119 st.). Settur sýslumaður í Rangárvallasýslu 19. okt. 1894; veitt það embætti 26. sept. 1895; sat í Árbæ í Holtum; skipaður sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 6. júní 1904; skipaður sýslumaður í Árnessýslu 2. maí 1921; sat á Eyrarbakka. Fekk lausn frá embætti 30. okt. 1936 frá 1. dec. s.á.; fluttist þá til Reykjavíkur og átti þar heima til æviloka. Þm. Rangv. 1901; þm. Ísf. 1916– 19; þm. Ár. 1924–33; landskj. þm. 1934–37. Forseti sameinaðs þings 1927–29; átti sæti í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1936–43. R. af dbr. 1907; komm.? af dbr. 1928; heiðursmerki Alþingishátíðar 1930; str. af fálk. 1934. Ritstörf: Yfirgangur Hæstaréttar. Bersýnilega rangur dómur, Rv. 1943; greinar í blöðum, einkum um sandgræðslu og skógrækt.

Kona (22. júlí 1895): Thora Petrine Camilla (d. 25. okt. 1927, 62 ára) Stefánsdóttir sýslumanns í „ Ármessýslu, Bjarnarsonar; þau skildu. Börn þeirra: Jóhanna Dagmar lyfsali í Rv. átti Óskar lækni Einarsson, Brynjólfur tryggingafulltrúi í Rv. (Agnar Kl. J.: LögET).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.