Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Halldór M.) Benjamínsson

(6. febr. 1853–2. mars 1943)
. Úrsmiður. Foreldrar: Benjamín (d. 26. júní 1874, 68 ára) Jónsson á Stekkjarflötum í Eyjafirði og kona hans Guðlaug Gísladóttir á Litla-Eyrarlandi, Oddssonar. Lauk úrsmíðanámi á Akureyri 1879; var síðan um hríð við framhaldsnám erlendis. Settist að í Reykjavík 1881 og rak þar síðan úrsmíðavinnustofu og verzlun. Var einn þeirra, er stóð fyrir því að Iðnaðarmannahúsið var reist um aldamótin og Iðnskólinn; heiðursfélagi í Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur. R. af fálk. Kona (1889): Sigríður (f. 24. apr. 1872) Einarsdóttir skósmiðs í Rv., Einarssonar; þau bl. (Br7.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.