Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Bjarni) Steindórsson

(2. maí 1841–21. mars 1915)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Steindór Snæbjarnarson í Þórormstungu og kona hans Hólmfríður Guðmundsdóttir að Ási í Vatnsdal, Halldórssonar. Nam bókband hérlendis og í Kh. og stundaði framan af. Bjó lengstum að Hnausum í Vatnsdal og varð vel efnum búinn. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Fluttist síðast til Rv. og andaðist þar.

Kona (1864): Guðrún (d. 1919) Jasonsdóttir að Króki á Skagaströnd, Guðmundssonar,

Börn þeirra: Björn stúdent og bóndi á Þingeyrum og víðar, Jósefína átti Kristján Blöndal á Gilsstöðum (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.