Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Bjarni) Blöndal (Gunlaugsson)

(7. sept. 1862–29. nóv. 1927)

Kaupmaður o. fl.

Foreldrar: Gunnlaugur sýslumaður Blöndal og kona hans Sigríður Sveinbjarnardóttir rektors, Egilssonar. Próf úr Möðruvallaskóla 1882, með 1. einkunn (56 st.). Stundaði kennslu, síðan verzlun og rak um hríð kaupskap á Akureyri.

Fluttist til Rv. og varð ritstjóri Reykjavíkur 1908. Vann síðan að skrifstofustörfum og bókhaldi hjá kaupmönnum. Vel gefinn maður og hagmæltur.

Kona: Halldóra Lárusdóttir hreppstjóra Thorarensens að Hofi í Hörgárdal. Dætur þeirra: Ragnheiður kennari, Lára símamær, giftist í Englandi (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.