Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Magnús (Bjarni) Blöndal

(6. apr. 1830–15. sept. 1861)

Sýslumaður.

Foreldrar: Björn sýslumaður Blöndal í Hvammi í Vatnsdal og kona hans Guðrún Þórðardóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1846, stúdent 1851, með 2. einkunn (60 st.), lauk 1. og 2. lærdómspróti í háskólanum í Kh. 1852–3, með 2. einkunn, lagði stund á lögfræði, en tók ekki próf. Settur í sept. 1859 sýslumaður í Rangárþingi til æviloka, hafði þá nýlega fengið Þingeyraklaustur, en bjó frá 1860 að Selalæk. Atgervismaður og vel látinn.

Kona: Ragnheiður (f. 13. ágúst 1833, d. 17. maí 1907) Oddsdóttir lyfsala á Akureyri Thorarensens; þau bl. (BB. Sýsl.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.