Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Magnús (Benedikt) Blöndal
(19. nóv. 1856–3. apr. 1920)
Hreppstjóri.
Foreldrar: Benedikt umboðsmaður Blöndal í Hvammi í Vatnsdal og kona hans Margrét Sigvaldadóttir prests í Grímstungum, Snæbjörnssonar. Bjó 6 ár í Holti á Ásum (til 1888). Stundaði síðan barnakennslu á vetrum, en var með útlendingum á sumrum (og hafði gert áður en hann varð bóndi). Stóð fyrir búi föður síns og umboðsstörfum 1897–1904. Fluttist síðan í Stykkishólm, stundaði þar kennslu, verzlunarstörf og sýsluskriftir.
Hlóðust á hann ýmis trúnaðarstörf og var við og við settur sýslumaður.
R. af fálk.
Kona 1 (1883): Ragnheiður (d. 1888) Sigurðardóttir, Jónassonar prests í Reykholti, Jónssonar.
Börn þeirra: Benedikt á Hallormsstöðum, Þórður Runeberg búfræðingur, Margrét Sigríður átti Daníel kaupm. Bergmann.
Kona 2 (9. maí 1914): Guðný (f. 5. nóv. 1884, d. 31. júlí 1921) Björnsdóttir að Reynikeldu, Sigurðssonar. Synir þeirra eru: Tryggvi Gunnar, Ragnar Magnús Auðun. Milli kvenna: Hulda Líney (f. 1907) átti Ísleif Helga trésmið Sigurðsson (Óðinn VITI; Víkingslækjarætt; Br7.; o. fl.).
Hreppstjóri.
Foreldrar: Benedikt umboðsmaður Blöndal í Hvammi í Vatnsdal og kona hans Margrét Sigvaldadóttir prests í Grímstungum, Snæbjörnssonar. Bjó 6 ár í Holti á Ásum (til 1888). Stundaði síðan barnakennslu á vetrum, en var með útlendingum á sumrum (og hafði gert áður en hann varð bóndi). Stóð fyrir búi föður síns og umboðsstörfum 1897–1904. Fluttist síðan í Stykkishólm, stundaði þar kennslu, verzlunarstörf og sýsluskriftir.
Hlóðust á hann ýmis trúnaðarstörf og var við og við settur sýslumaður.
R. af fálk.
Kona 1 (1883): Ragnheiður (d. 1888) Sigurðardóttir, Jónassonar prests í Reykholti, Jónssonar.
Börn þeirra: Benedikt á Hallormsstöðum, Þórður Runeberg búfræðingur, Margrét Sigríður átti Daníel kaupm. Bergmann.
Kona 2 (9. maí 1914): Guðný (f. 5. nóv. 1884, d. 31. júlí 1921) Björnsdóttir að Reynikeldu, Sigurðssonar. Synir þeirra eru: Tryggvi Gunnar, Ragnar Magnús Auðun. Milli kvenna: Hulda Líney (f. 1907) átti Ísleif Helga trésmið Sigurðsson (Óðinn VITI; Víkingslækjarætt; Br7.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.