Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Maggi (skírður Magnús) Júl.

(4. okt. 1886–30. dec. 1941)

Læknir.

Foreldrar: Júlíus læknir Halldórsson í Klömbur og kona hans Ingibjörg Magnúsdóttir prests á Grenjaðarstöðum, Jónssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1898, stúdent 1904, með 1. eink. (89 st.), próf úr læknaskóla 27. okt. 1910, með 1. einkunn (1632 st.). Var í spítölum í Danmörku 1910–13, lagði stund einkum á húðsjúkdóma. Stundaði lækningar í Rv. frá 1913 til æviloka, ráðinn af stjórninni til að veita ókeypis lækningar í kynsjúkdómum 1823–34. Yfirlæknir í holdsveikispítalanum í Laugarnesi frá 1934 til æviloka. Var í barnaverndarnefnd frá stofnun hennar (1932), í stjórn heimilisiðnaðarfélags Ísl. 1924–36, í stjórn sambands slíkra félaga frá 1927, í stjórn skógræktarfélags frá stofnun þess (1930), formaður fjáreigendafélags Rv. frá stofnun þess (1928), í stjórn refaræktarfélags Íslands, meðan það starfaði, í stjórn læknafél. Rv. 1926– 7 og læknafél. Ísl. frá 1930, í ritstjórn Læknablaðs 1915–17. Eftir hann er pr.: Atvinnuleysi, atvinnubætur, Rv. 1932, og margar greinir í blöðum og tímaritum (Andvara, Skírni, Læknabl.).

Kona 1 (21. sept. 1913): Dóra (f. 29. nóv. 1890), dóttir H. Vinters stór. kaupmanns í Kh.; þau skildu 1917.

Kona 2 (4. maí 1920): Þórhildur (f. 17. sept. 1882) Eiríksdóttir að Blöndudalshólum, Halldórssonar, ekkja Villads prentara Sandholts.

Sonur þeirra M. læknis, sem upp komst: Júlíus stúdent (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.