Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Maggi (Júlíusson) Magnús

(4. okt. 1886 – 30. dec. 1941)

.

Læknir. Foreldrar: Júlíus Pétur Emil (d. 19. maí 1924, 73 ára) Halldórsson læknir í Klömbrum í Vesturhópi og kona hans Ingibjörg (d. 26. ág. 1946, 97 ára) Magnúsdóttir prests á Grenjaðarstað, Jónssonar. Stúdent í Rv. 1904 með 1. einkunn (89 st.). Lauk prófi í læknisfræði við læknaskólann í Rv. 27. júní 1910 með 1. eink. (1632 st.).

Var á sjúkrahúsum í Danmörku frá hausti 1910 til vors 1913; kynnti sér þá húð- og kynsjúkdóma. Starfandi læknir í Rv.frá 1913 til æviloka. Viðurkenndur sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum 1923. Veitti að tilhlutan ríkisins ókeypis læknishjálp við kynsjúkdómum 1923 –34; ráðinn læknir við holdsveikraspítalann í Laugarnesi 21. júlí 1934. Átti sæti í stjórn læknafélags Rv. um hríð og læknafélags Íslands frá 1930 til æviloka. Tók þátt í félagsmálum og var áhugamaður um búnað og skógrækt. Bæjarfulltrúi í Rv. 1932–33 og í bæjarráði 1933; í barnaverndarnefnd frá stofnun hennar 1932 til æviloka; í atvinnubótanefnd ríkisins 1932–34. Átti sæti í stjórn Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1924–36; í stjórn Sambands ísl. heimilisiðnaðarfélaga frá 1927 og Skógræktarfélags Ísl. frá stofnun 1930, hvorttveggja til æviloka; enn fremur í stjórn fjárræktarfélags (formaður) og Refaræktarfélags Íslands. Ritstörf: Um ljósstofnun á Íslandi, Rv.1913; var í ritstjórn Læknabl., Árbókar læknafélags Ísl. og 28 Árbókar Skógræktarfélags Íslands um skeið; greinar í ýmsum tímaritum o.fl.; sjá Lækn.).

Kona 1 (21. sept. 1913): Dora (f. 29. nóv. 1890), dóttir Hans Vinter stórkaupmanns í Kh.; þau skildu 1917, bl. Kona 2 (4. maí 1920): Þórhildur (d. 17. nóv. 1950, 68 ára) Eiríksdóttir í Blöndudalshólum, Halldórssonar; hún átti áður Egil Sandholt prentara og veitingamann.

Sonur Magga og hennar: Júlíus verzIm. í Rv. (Lækn.; B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.