Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lýður Magnússon

(1659–23. ág. 1746)

Prestur.

Foreldrar: Magnús lögréttumaður Kortsson í Árbæ í Holtum og kona hans Þuríður Magnúsdóttir klausturhaldara í Árbæ, Þorsteinssonar sýslum. í Þykkvabæ, Magnússonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1673, stúdent 1679, var fyrst 2 ár í Odda, en síðan í þjónustu Þorsteins Þórðarsonar að Skarði á Skarðsströnd, missti prestskaparréttindi fyrir 2 barneignarbrot, sitt með hvorri stúlku um 1686– 7 (sakeyrisreikningur Dalasýslu 1686–7), fekk uppreisn 10. mars 1688, fekk Brjánslæk um 1691, missti þar prestskap 1695 fyrir hið 3. barneignarbrot, fekk uppreisn 22. apr. 1699, settur prestur í Skarðsþingum 8. júlí 1699, fekk veiting fyrir þeim 29. sept. 1702 og hélt til æviloka. Hann var jafnan ókv., en veitti forstöðu búi Arnfríðar Eggertsdóttur að Skarði, fluttist þaðan 1727 að Hvalgröfum og stýrði búi dóttur hennar, Sigríðar Þorsteinsdóttur. Hann var talinn hygginn maður og mjög hagsýnn, en þókti ekki málsnjall og var því ekki eins mikill kennimaður. Launbörn hans: Halldóra (með Sigríði Daðadóttur í Galtardalstungu, Þorvaldssonar), d. í miklubólu, Sigríður (með Ingibjörgu Árnadóttur), d. einnig í miklubólu, Guðmundur stúdent í Stóra Holti (með Guðrúnu Þórðardóttufr prests að Undornfelli, Þorlákssonar), og arfleiddi síra Lýður hann (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.