Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lýður Guðmundsson

(22. júlí 1831–9. júlí 1918)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Guðmundur hreppstjóri Þorsteinsson í Hlíð í Gnúpverjahreppi og kona hans Guðlaug Gunnarsdóttir í Hvammi á Landi, Einarssonar.

Bjó á föðurleifð sinni, smiður mikill, bókamaður, hneigður mjög til reiknings og stjarnfræði, búhöldur og jarðræktarmaður mikill.

Kona (1862): Aldís (f. 1832, d. 1904) Pálsdóttir á Brúnastöðum í Flóa, Jónssonar,

Börn þeirra: Svanborg átti Skúla Guðmundsson að Keldum, Guðlaug átti Bjarna hreppstjóra Jónsson í Skeiðháholti, Guðmundur að Fjalli, Sigríður átti Guðmund hreppstjóra Þorvarðsson í Sandvík, Páll hreppstjóri í Hlíð (Br7.; PZ. Víkingslækjarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.