Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lýður Guðmundsson

(1728–1. dec. 1812)

Sýslumaður.

Foreldrar: Guðmundur stúdent Lýðsson í Stóra Holti í Saurbæ og kona hans Sigríður Loptsdóttir í Flatey, Jónssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1746, stúdent 15. maí 1752, fór utan 1753, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 18. dec. s.á., mun hafa stundað lög, en tók ekki próf, fekk Vestmannaeyjasýslu 29. apr. 1755, var boðin Skaftafellssýsla 6. ág. s.á., tók við henni í sept. s. á. (konungsveiting 8. mars 1757), var þar fyrsta veturinn til heimilis að Höfðabrekku, en frá því vorið 1756 í Vík í Mýrdal (fyrst NorðurVík, síðar Suður-Vík) alla embættistíð sína og hafði þar bú mikið, fekk hálft Þykkvabæjarklaustur 3. maí 1777, fekk umboð Flögujarða 1783, en Kirkjubæjarklaustur 1784, fekk lausn frá sýslustörfum með eftirlaunum 22. júlí 1801, en lét eigi af að öllu fyrr en vorið 1802, fluttist 1809 frá Vík til dóttur sinnar í Miðmörk og með henni að Holti undir Eyjafjöllum 1812, og þar andaðist hann. Talinn með heldri sýslumönnum, lægði mjög óeirðir, er gengið höfðu í Skaftafellssýslu, enda friðsamur og óáleitinn, hirðusamur um embættisverk, þótt hann drykki með köflum, fasttækur og þó valmenni, fróðleiksmaður sem forfeður hans.

Kona: Margrét (d. 1784) Eyjólfsdóttir að Eyvindarmúla, Guðmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Hildur átti síra Illuga Hannesson í Villingaholti, Ástríður átti fyrr síra Ásgrím Pálsson í Miðmörk, síðar f.k. síra Halldórs Jónssonar sst. (síðast að Mosfelli), Sigríður þriðja kona Gísla Jónssonar í Hörgsdal, Helga átti síra Jón Grímsson að Húsafelli, Gróa (d. 1828) átti laundóttur með Jóni Magnússyni að Kirkjubæjarklaustri, Katrín, Ingveldur átti síra Guðmund Erlendsson á Klyppsstað (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.