Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lúðvík Sigurjónsson

(6. jan. 1871–28. dec, 1938)

Kennari o. fl.

Foreldrar: Sigurjón Jóhannesson á Laxamýri og kona hans Snjólaug Þorvaldsdóttir að Krossum, Gunnlaugssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1885, stúdent 1893, með 3. eink. (43 st.). Gerðist verzlunarmaður, síðar gestgjafi, síðar útgerðarmaður á Akureyri, hafði og á hendi kennslu þar. Fluttist 1927 til Rv. og stundaði kennslu, m. a. í veræzlunarskólanum.

Kona (1896): Margrét (d. 1905) Stefánsdóttir í Langahlíð Thorarensens. Af börnum þeirra lifðu föður sinn: Hulda átti Jóhannes skipstjóra Hjálmarsson í Rv., Rósa verzlm., Snjólaug kennari (Skýrslur; blöð).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.