Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lúðvík (Diðrik Knud Lúðvík) Knudsen

(9. febr. 1867–30. apr. 1930)

Prestur.

Foreldrar: Jens A. Knudsen veræzlunarstjóri í Hólanesi og kona hans Elísabet Sigurðardóttir í Höfnum, Árnasonar, Tekinn í Reykjavíkurskóla 1882, stúdent 1888, með 2. einkunn (81 st.), tók próf í heimspeki 1889 í háskólanum í Kh. og lagð stund á guðfræði, próf úr prestaskóla 1892, með 2. einkunn betri (39 st.). Fekk Stað í Kinn 28. sept. 1892, vígðist 9. okt. s. á. Missti prestskap 1898 vegna barneignarbrots.

Var um hríð bókhaldari í Húsavík. Fekk Bergsstaði 16. nóv. 1904, Breiðabólstað í Vesturhópi 20. maí 1914 og hélt til æviloka. Ritg. í Nýju kirkjubl.

Kona (14. sept. 1891): Sigurlaug Björg (f. 5. nóv. 1863) Árnadóttir hreppstjóra í Höfnum, Sigurðssonar. Af börnum þeirra 2 komst upp: Árni Björn skrifstofumaður í Rv. (Óðinn XXVII; Bjarmi, 24. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.