Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lúðvík (Björn Lúðvík) Blöndal

(19.okt.1822–31. maí 1874)

Trésmiður, skáld. For.: Björn sýslumaður Blöndal í Hvammi í Vatnsdal og kona hans Guðrún Þórðardóttir verzlunarstj. á Akureyri, Helgasonar. Nam trésmíðar af Þorsteini Daníelssyni að Skipalóni. Dvaldist hér og þar, einkum að smíðum. Eftir hann eru pr. rímur af Friðþjófi frækna, Rv. 1884 (sjá og Lbs.).

Kona: Kristín Karen Jónsdóttir á Ásláksstöðum í Kræklingahlíð, Jónssonar. Börn. þeirra: Björn sundkennari, Þorsteinn, Pétur, Jón (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.