Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Lárus Thorarensen (Stefánsson)
(15. júní 1799–19. apríl 1864)
Sýslumaður.
Foreldrar: Stefán amtmaður Þórarinsson og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns Schevings. Stúdent úr heimaskóla frá síra Árna Helgasyni 1816.
Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1816, með 2. einkunn, tók 1. lærdómspróf 1817, með 1. einkunn, próf í lögfræði 15. apr. 1821, með 1. einkunn í bóklegu, 2. einkunn í verklegu. Vann síðan í rentukammeri. Fekk Skagafj.sýslu 13. maí 1826, fekk lausn 12. jan. 1853, frá fardögum það ár. Bjó að Enni á Höfðaströnd og andaðist þar. Vel metinn maður.
Kona (1827): Elín (d. 24. sept. 1873) Jakobsdóttir kaupmanns Havsteens við Hofsós. Dóttir þeirra: Maren Ragnheiður Friðrika átti Jóhannes sýslumann Guðmundsson í Hjarðarholti (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882).
Sýslumaður.
Foreldrar: Stefán amtmaður Þórarinsson og kona hans Ragnheiður Vigfúsdóttir sýslumanns Schevings. Stúdent úr heimaskóla frá síra Árna Helgasyni 1816.
Skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1816, með 2. einkunn, tók 1. lærdómspróf 1817, með 1. einkunn, próf í lögfræði 15. apr. 1821, með 1. einkunn í bóklegu, 2. einkunn í verklegu. Vann síðan í rentukammeri. Fekk Skagafj.sýslu 13. maí 1826, fekk lausn 12. jan. 1853, frá fardögum það ár. Bjó að Enni á Höfðaströnd og andaðist þar. Vel metinn maður.
Kona (1827): Elín (d. 24. sept. 1873) Jakobsdóttir kaupmanns Havsteens við Hofsós. Dóttir þeirra: Maren Ragnheiður Friðrika átti Jóhannes sýslumann Guðmundsson í Hjarðarholti (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.