Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus Sigurðsson

(25. nóv. [28. nóv., Bessastsk.]– 1808–23. ág. 1832)

Stúdent.

Foreldrar: Sigurður. stúdent Sigurðsson að Ósi á Skógarströnd og í Geitareyjum og kona hans Hildur Jónsdóttir. Nam fyrst hjá Jóni kaupm. Kolbeinssyni í Stykkishólmi, tekinn í Bessastaðaskóla 1823, stúdent 1827, með mjög góðum vitnisburði, fekkst síðan við kennslu í Rv., fór utan 1830, skráður s.á. í stúdentatölu í háskólanum í Kh., með 1. einkunn, tók annað lærdómspróf 1831, með ágætiseinkunn, lagði stund á guðfræði, sýktist af brjóstveiki, fór heim til Íslands, andaðist í Rv., ókv. og bl. Þókti hinn mesti efnisog gáfumaður, skáldmæltur (sjá Lbs.). Eftir hann (en ekki síra Gísla Thorarensen) mun og vera leikritið: „Bragis Spaadom“, einnig í Lbs. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.