Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus Scheving (Vigfússon)

(nóv. 1764–nóv. 1785)

Stúdent.

Foreldrar: Vigfús sýslumaður Scheving á Víðivöllum og kona hans Anna Stefánsdóttir prests á Höskuldsstöðum, Ólafssonar. Tekinn í Hólaskóla 1781 og var þar 3 vetur, en skóli var þar ekki haldinn veturinn 1784–5, og mun hann þá hafa lært hjá Hannesi byskupi Finnssyni og orðið stúdent frá honum 1785, fór utan s. á., en veiktist af bólu og gat ekki tekið aðgöngupróf í háskólann, var greftraður 22. nóv. 1785, ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.