Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus Scheving (Hallgrímsson)

(25. maí 1825–8. febr. 1870)

Prestur.

Foreldrar: Dr. Hallgrímur yfirkennari Scheving og kona hans Kristín Gísladóttir umboðsmanns á Breiðamýri, Jónssonar. Lærði í Bessastaða- og Reykjavíkurskóla, stúdent (utanskóla) 1847, með 2. einkunn (ekki nefndur í skólaskýrslu), próf úr prestaskóla 1851, með 2. eink. lakari (23 st.). Var síðan sýsluskrifari í Gullbringusýslu. Fekk Selvogsþing 20. apr. 1860, vígðist sama dag, fekk Fljótshlíðarþing 1. nóv. 1866, en fór þangað eigi, fekk Selvogsþing af nýju 8. apr. 1867 og hélt til æviloka.

Kona (18. okt. 1861): Elín (f. 1838, d. 1932) Ögmundsdóttir að Bíldsfelli, Jónssonar. Börm þeirra, sem upp komust: Ögmundur, fór í siglingar, Valgerður átti Gísla Gíslason (er sig nefndi Scheving) frá Bitru í Flóa, Lára Elín átti Ásmund verzlm. Freemann í Wp. (Vitæ ord. 1860; Óðinn XXXII; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.