Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus Pálsson

(30. jan. 1842–16. ág. 1919)

Smáskammtalæknir.

Foreldrar: Páll Jónsson að Arnardrangi í Landbroti og kona hans Halldóra Gísladóttir.

Tók snemma að stunda smáskammtalækningar og þókti heppnast ágætlega. Bjó lengi (frá 1880) á Vatnsleysuströnd, á Sjónarhól (þ. e. hálfir Ásláksstaðir), stundaði þar búskap og sjávarútveg og farnaðist vel.

Lækningar stundaði hann jafnframt og fór oft í langferðir í því skyni, eins eftir að hann fluttist til Rv. (1899). R. af fálk,

Kona 1: Helga Erlendsdóttir; þau slitu samvistir.

Kona 2 (1882): Guðrún (f. 24. apríl 1854, d. 5. júní 1918) Þórðardóttir að Höfða á Vatnsleysuströnd, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Pálína d. óg. og bl., Ágústa hjúkrunarkona, Páll Óskar trésmiður í Rv., Ólafur Óskar héraðslæknir í Vestmannaeyjum, síra Jakob Óskar í Holti undir Eyjafjöllum, Margrét átti Guðmund héraðslækni Guðfinnsson, síra Sigurður Óskar í Stykkishólmi, Guðrún átti Helga lækni Ingvarsson (Óðinn XXI; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.