Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus Jóhannsson

(23. ágúst 1855–13. apríl 1950)

. Trúboði.

Foreldrar: Jóhann (d. 1863, 66 ára) Jónsson í Eyjakoti á Skagaströnd, áður á Holtastöðum í Langadal, og þriðja kona hans Jórunn Einarsdóttir. Fór ungur í siglingar; kom í allar heimsálfur. Gerðist trúboði hér heima og erlendis. Átti síðast heima í Hafnarfirði. Ritstörf: Víða liggja vegamót (þættir úr ævisögu hans sjálfs), Rv. 1920.

Ókv. (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.