Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus Jóhannesson

(4. nóv. 1858–9. sept. 1888)

Prestur.

Foreldrar: Jóhannes sýslumaður Guðmundsson í Hjarðarholti og kona hans Maren Ragnheiður Friðrika Lárusdóttir sýslumanns Thorarensens að Enni.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1875, stúdent 1881, með 1. einkunn (85 st.), próf úr prestaskóla 1883, með 2. einkunn lakari (27 st.). Vígðist 16. sept. 1883 aðstoðarprestur síra Vigfúsar Sigurðssonar í Sauðanesi og var það til æviloka. Frábær söngmaður, lipurmenni og vinsæll.

Kona (1884): Guðrún (f. 27. nóv. 1854, d. 11. dec. 1936) Björnsdóttir umboðsmanns á Eyjólfsstöðum, Skúlasonar (systurdóttir síra Vigfúsar Sigurðssonar), varð síðar bæjarfulltrúi í Rv., dugnaðarkona mikil. Dætur þeirra, sem upp komust: Maren Ragnheiður Friðrika átti Finnboga Rút smið í Rv. Jónsson (prests í Húsavík, Arasonar), Bergljót kennari í Rv. (d. 1918), Lára Ingibjörg átti Ólaf Jónsson lækni í Rv. (Óðinn 1908; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.