Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus Helgason

(8. ág. 1873 –1. nóv. 1941)

. Bóndi, alþm.

Foreldrar: Helgi (d. 21. febr. 1900, 58 ára) Bergsson á Fossi á Síðu og kona hans Halla (d. 1. mars 1927, 83 ára) Lárusdóttir í Mörtungu, Stefánssonar, Bóndi í Múlakoti á Síðu 1901–05, á Kirkjubæjarklaustri frá 1905 til æviloka.

Þm. V.-Skaft. 1922–23 og 1928 –33. Skipaður símstöðvarstjóri og póstafgreiðslumaður 30. dec. 1929. Var oddviti hreppsnefndar og sýslunefndarmaður flest búskaparárin. Starfaði mikið að samvinnumálum; var m. a. í stjórn Sláturfélags Suðurlands frá 1916 til æviloka. Formaður fasteignamatsnefndar frá 1916.

Beitti sér fyrir bættum samgöngum á sjó austur þar. Annálaður atorkumaður. Hlaut heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX árið 1928. Kona (29. júní 1900); Elín (d. 2. ág. 1942, 70 ára) Sigurðardóttir á Breiðabólstað á Síðu, Sigurðssonar. Synir þeirra: Helgi forstjóri í Rv., Siggeir oddviti á Kirkjubæjarklaustri, Valdimar veitingamaður sst., Júlíus verkstjóri í Rv., Bergur verzim. sst. (Br7.; Alþingism.tal; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.