Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus Halldórsson

(19. ágúst 1875–17. nóv. 1918)

Prestur.

Foreldrar: Halldór Guðmundsson að Miðhrauni og kona hans Elín Bárðardóttir á Flesjustöðum, Sigurðssonar. (Það er rangt, sem stendur í skólaskýrslum og víðar, að hann hafi heitið Lárus Scheving). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1894, stúdent 1900, með 1. eink. (87 st.), próf úr prestaskóla 1903, með 1. eink. (85 st.). Fekk Breiðabólstað á Skógarströnd 7. sept. 1903, vígðist 20. s.m. Fekk þar lausn frá prestskap 29. dec. 1917, frá fardögum 1918, vegna vanheilsu (brjóstveiki); fekk og frá alþingi 1917 1500 kr. í eftirlaun og til ritstarfa. Var vel hagmæltur (kvæði hans fáein birtust í blöðum og í skólaskýrslu 1900), allra manna snjallastur að skrifa eftir alls konar letur, einnig í prentuðum bókum.

Kona (7. apríl 1901): Arnbjörg (f. 11. júlí 1879) Einarsdóttir í Garðbæ á Miðnesi, Árnasonar.

Börn þeirra: Bárður, Rósa, Sigurbjörg, Einar, Svanur (BjM. Guðfr.; SGrBf.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.