Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Þórarinn) Thorarensen (Jónsson)

(12. sept. 1877–11. júní 1912)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Síra Jón Thorarensen í Saurbæjarþingum og kona hans Jakobína Jónsdóttir prests sst., Halldórssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1895, stúdent 1901, með 2. einkunn (70 st.), próf úr prestaskóla 1905, með 2. einkunn (67 st.). Var um hríð barnakennari á Ísafirði, vígðist 11. sept. 1910 í Rv. prestur til safnaðar í Dakota og fór síðan til Vesturheims. Varð af að láta vegna veikinda, enda frá æsku brjóstveikur. Andaðist á heimleið til Íslands. Orkti talsvert, og birtust kvæði hans á dreif í blöðum og tímaritum, en hefir verið safnað saman í eina bók: Kvæði L.Th., Rv. 1948. Ókv. og bl. (BjM. Guðfr.; Óðinn VITI; Unga Ísl., 9. árg.; Nýtt kirkjublað 1912).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.