Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Þórarinn) Blöndal

(15, nóv. 1836–12. maí 1894)

Sýslumaður.

Foreldrar: Björn sýslumaður Blöndal í Hvammi í Vatnsdal og kona hans Guðrún Þórðardóttir kaupmanns á Akureyri, Helgasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1851, stúdent 1857, með 1. einkunn (87 st.). Tók próf í lögfræði í háskólanum í Kh. 19. júní 1865, með 2. einkunn í báðum prófum (97 st.). Vann síðan í skrifstofum stiftamtmanns og landfógeta, settur sýslumaður í Dalasýslu 23. ág. 1867, fekk sýsluna 12. maí 1868, bjó þar fyrst að Staðarfelli og (1872–8) í Fagradal innra, fekk Húnavatnsþing 12. apr. 1877, hélt til æviloka og bjó þar 1 ár að Stóru Borg, en síðan að Kornsá í Vatnsdal. Var að vísu veitt amtmannsembættið í Norðurog Austuramti 26. febr. 1894, frá 1. júlí s.á., eða eftir lát hans. R. af dbr. 8. apr. 1891.

Var 1. þm. Húnv. 1881–5.

Kona (24. ág. 1857): Kristín (f. 26. febr. 1838, d. 11. maí 1919) Ásgeirsdóttir dbrm. á Lambastöðum, Finnbogasonar.

Börn þeirra, er upp komust: Ásgeir læknir á Eyrarbakka, Sigríður átti síra Bjarna Þorsteinsson á Hvanneyri, síra Björn í Hvammi í Laxárdal, Ágúst Theodór sýsluskrifari, Kristján Júlíus á Gilsstöðum í Vatnsdal, Guðrún kennari í Rv., Jósep símastjóri í Siglufirði, Ragnheiður átti Guðmund veræzlunarstjóra Guðmundsson á Eyrarbakka, Jósefína Antonía átti Jóhannes bæjarfógeta Jóhannesson í Rv., Haraldur ljósmyndari (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; Sunnanfari VI; KlJ. Lögfr.; Alþingismannatal).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.