Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Ólafur) Þorláksson

(18. febr. 1856–28. apr. 1885)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorlákur Stefánsson að Undornfelli og kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir prests í Steinnesi, Péturssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1874, stúdent 1880, með 2. einkunn (77 st.), próf úr prestaskóla 1882, með 2. einkunn betri (39 st.). Fekk Mýrdalsþing 21. ág. 1882, vígðist 27. s.m. og hélt til æviloka.

Settur 8. jan. 1884 prófastur í V.-Skaft.

Kona: Lilja Metta (f. 5. júlí 1863, d. 11. febr. 1930) Ólafsdóttir kaupmanns í Hafnarfirði, Jónssonar. Dóttir þeirra: Kristín Sigurbjörg átti Boga Þórðarson trésmið og verksmiðjueiganda í Rv. Ekkja síra Lárusar átti síðar síra Jósep Hjörleifsson á Breiðabólstað á Skógarströnd (BjM. Guðfr.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.