Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Sigmundur) Tómasson

(22. júní 1854–9. apríl 1917)

Féhirðir.

Foreldrar: Síra Tómas Þorsteinsson í Reynistaðarþingum og kona hans Margrét Sigmundardóttir trésmiðs í Rv., Jónssonar. Var 2 vetur í Reykjavíkurskóla. Síðan 4 ár barnakennari nyrðra, en 20 ár í Seyðisfirði og hafði jafnframt bókaverzlun og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Féhirðir sparisjóðs Seyðisfjarðarkaupstaðar um tíma og loks útibús Íslandsbanka frá stofnun þess til 1915. Hafði áhuga á bindindismálum og söng, enda lék á hljóðfæri og kenndi.

Kona (1887): Þórunn Gísladóttir Wiums í Seyðisf.

Börn þeirra: Margrét átti Guðmund lækni Þorsteinsson, Ingi tónskáld (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.