Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Mikael) Johnsen

(28. sept. [30. sept., Vita]– 1819–12. jan. 1859)

Prestur.

Foreldrar: Sigmundur trésmiður Jónsson í Rv. og kona hans Birgitta Halldórsdóttir hreppstjóra í Selvogi, Þórðarsonar.

Lærði fyrst hjá stjúpa sínum, síra Þorsteini E. Hjálmarsen í Hítardal, tekinn í Bessastaðaskóla 1838, stúdent 1844 (84 st.). Stundaði fyrst barnakennslu í Viðey, var síðan skrifari í stiftamtsskrifstofu. Fekk Holt í Önundarfirði 24. dec. 1847, vígðist 18. júní 1848, fekk Skarðsþing 30. okt. 1854, fluttist 1855 að Dagverðarnesi og hélt til æviloka. Hvarf skyndilega og fannst lík hans næsta vor við sjó í Dagverðarnesi.

Kona (23. maí 1849): Katrín (f,3. apr. 1829, d. 23. dec. 1895) Þorvaldsdóttir umboðsmanns í Hrappsey, Sívertsens; þau bl.

Hún átti síðar Jón bókavörð Árnason (Vitæ ord. 1848; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.