Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Lárus (Matthías) Árnason

(24, jan. 1862–14. nóv. 1909)

.

Lyfsali. Foreldrar: Árni (d. 19. febr. 1899, 74 ára) Einarsson alþm. á Vilborgarstöðum í Vestmannaeyjum og kona hans Guðfinna (d. 7. apr. 1897) Jónsdóttir prests Austmanns á Ofanleiti, Jónssonar. Stúdent í Reykjavík 1884 með 2. einkunn (63 st.). Var um hríð kennari við barnaskóla í Vestmannaeyjum. Hóf nám í læknisfræði við háskólann í Kh. haustið 1885.

Fór til Vesturheims 1886 eða 1887. Lauk prófi í lyfjafræði 1898. Gerðist lyfsali í Chicago og síðar í Dakota. Ókv. og bl. (B.J.: Ísl. Hafnarstúdentar; Minningarrit 50 ára afmælis hins lærða skóla, Rv. 1896; Þjóðólfur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.