Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ari Guðlaugsson
(1740–17. júlí 1809)
Prestur.
Foreldrar: Síra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum á Álptanesi og kona hans Valgerður Þórðardóttir prests í „Meðallandsþingum, Gíslasonar. F. í Skálholti. Tekinn í Skálholtsskóla 1758, stúdent þaðan 15. apríl 1763, talinn í vitnisburðarbréfinu hafa tregar gáfur. Var síðan 2 ár í þjónustu Jóns varalögmanns Ólafssonar og 1 ár með foreldrum sínum. Fór utan og skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. dec. 1766. Lauk embættisprófi í guðfræði 27. apr. 1769 með 3. einkunn. Kom út s. á.
Vígður aðstoðarprestur föður síns í Görðum 26. okt. 1771, fekk Stað í Grindavík 11. jan. 1774, Selvogsþing 25. júlí 1788, Ofanleiti í Vestmannaeyjum 19. ág. 1789 og var þar til dauðadags.
Kona (30. júní 1774): Kristín (d. 19. nóv. 1807, 75 ára) Grímsdóttir lögsagnara að Giljá, Grímssonar.
Börn þeirra: Jón prestur að Ofanleiti, Halldóra f.k. síra Tómasar Guðmundssonar í Villingaholti. Síra Ari átti jafnan óhægan efnahag, enda talinn lítill ráðdeildarmaður af byskupum (HÞ. Guðfr.; HÞ.: SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Síra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum á Álptanesi og kona hans Valgerður Þórðardóttir prests í „Meðallandsþingum, Gíslasonar. F. í Skálholti. Tekinn í Skálholtsskóla 1758, stúdent þaðan 15. apríl 1763, talinn í vitnisburðarbréfinu hafa tregar gáfur. Var síðan 2 ár í þjónustu Jóns varalögmanns Ólafssonar og 1 ár með foreldrum sínum. Fór utan og skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 22. dec. 1766. Lauk embættisprófi í guðfræði 27. apr. 1769 með 3. einkunn. Kom út s. á.
Vígður aðstoðarprestur föður síns í Görðum 26. okt. 1771, fekk Stað í Grindavík 11. jan. 1774, Selvogsþing 25. júlí 1788, Ofanleiti í Vestmannaeyjum 19. ág. 1789 og var þar til dauðadags.
Kona (30. júní 1774): Kristín (d. 19. nóv. 1807, 75 ára) Grímsdóttir lögsagnara að Giljá, Grímssonar.
Börn þeirra: Jón prestur að Ofanleiti, Halldóra f.k. síra Tómasar Guðmundssonar í Villingaholti. Síra Ari átti jafnan óhægan efnahag, enda talinn lítill ráðdeildarmaður af byskupum (HÞ. Guðfr.; HÞ.: SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.